Neyðarlínan Þórhallur Ólafsson ásamt Jóni Gunnarssyni.
Neyðarlínan Þórhallur Ólafsson ásamt Jóni Gunnarssyni.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur falið Neyðarlínunni að þróa og efla ofbeldisgátt 112 þannig að 112.is verði sú gátt sem leitað er til vegna upplýsinga og úrræða um kynferðisofbeldi.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur falið Neyðarlínunni að þróa og efla ofbeldisgátt 112 þannig að 112.is verði sú gátt sem leitað er til vegna upplýsinga og úrræða um kynferðisofbeldi. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi en í starfshópnum sitja Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir.

Tillagan byggist á aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Þar er lagt til að bæta upplýsingamiðlun til þeirra sem verða fyrir kynferðisbrotum og vilja leita úrræða, m.a. með kynningarmyndböndum og lifandi vefsvæði með frekara efni. Af þessu tilefni átti Jón Gunnarsson fund með Þórhalli Ólafssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, í gær.