Eftirlæti allra Grillaðir eftirréttir eru unaðslegir og hér býður Linda Ben upp á dýrindis grillaðan banana fylltan með súkkulaði og súkkulaðiperlum.
Eftirlæti allra Grillaðir eftirréttir eru unaðslegir og hér býður Linda Ben upp á dýrindis grillaðan banana fylltan með súkkulaði og súkkulaðiperlum. — Ljósmynd/Linda Ben
Er til sumarlegri eftirréttur en grillaðir bananar? Ég á að minnsta kosti erfitt með að finna hann. Þessir grilluðu bananar eru alveg einstaklega góðir, segir Linda Ben um þennan girnilega eftirrétt.

Er til sumarlegri eftirréttur en grillaðir bananar? Ég á að minnsta kosti erfitt með að finna hann.

Þessir grilluðu bananar eru alveg einstaklega góðir, segir Linda Ben um þennan girnilega eftirrétt. „Ég nota rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum sem gerir þá ekki aðeins fallega og skemmtilega, heldur gefa perlurnar bönununum skemmtilega stökka áferð sem gerir þá ómótstæðilega!

Linda mælir með því að kaupa einn poka af súkkulaðiperlum í lausu með og skreyta bananana með þeim þegar þeir eru tilbúnir. Þannig verði rétturinn sérlega litskrúðugur og girnilegur á að líta.

Grillaðir bananar með súkkulaðiperlu-rjómasúkkulaði

3 bananar

150 g Síríus rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum

Síríus sælkerabaksturs-súkkulaðiperlur sem skraut

Kveikið á grillinu og stillið á vægan til meðalhita.

Skerið rauf í bananana langsum og raðið 6-7 bitum af rjómasúkkulaðinu ofan í raufina á hverjum banana.

Pakkið bönununum í álpappír og grillið varlega þar til þeir eru orðnir mjúkir og súkkulaðið bráðnað.

Athugið að hægt er að baka bananana í ofni. Stillið þá ofninn á 220°C og undir/yfir hita. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur í álpappírnum.