30 ára Þorgerður ólst upp í Reykjavík og á Akureyri en býr í Kópavogi. Hún er með BS-gráðu í ferðamálafræði með alþjóðleg viðskipti og markaðsfræði sem aukagrein frá HÍ. Hún er að leggja lokahönd á meistararitgerð í verkefnastjórnun frá HÍ.
30 ára Þorgerður ólst upp í Reykjavík og á Akureyri en býr í Kópavogi. Hún er með BS-gráðu í ferðamálafræði með alþjóðleg viðskipti og markaðsfræði sem aukagrein frá HÍ. Hún er að leggja lokahönd á meistararitgerð í verkefnastjórnun frá HÍ. Hún var landsliðskona í handbolta, spilaði með Stjörnunni og Val, og einnig í Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og að ferðast, vera með fjölskyldu og vinum og borða góðan mat.“

Fjölskylda Þorgerður er í sambúð með Svavari Kára Grétarssyni, f. 1995, útflutningsstjóra hjá Ölgerðinni. Sonur þeirra er Patrik Leó, f. 2021. Foreldrar Þorgerðar eru Atli Hilmarsson, f. 1959, bankamaður og fv. landsliðsmaður í handbolta, og Hildur Kristjana Arnardóttir, f. 1963, innkaupastjóri í sendiráði Bandaríkjanna. Þau eru búsett í Garðabæ.