Daði Már Kristófersson
Daði Már Kristófersson — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað feikistóra samráðsnefnd og fjóra starfshópa „til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ enda telur ráðherrann að í því felist „meinsemd“ og um sjávarútveg ríki „djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti,“ eins og segir í hlutlausri tilkynningu matvælaráðuneytisins.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað feikistóra samráðsnefnd og fjóra starfshópa „til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ enda telur ráðherrann að í því felist „meinsemd“ og um sjávarútveg ríki „djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti,“ eins og segir í hlutlausri tilkynningu matvælaráðuneytisins.

Við skipan í nefndina og vinnuhópana var meðal annars leitað til flokka á Alþingi um að þeir tilnefndu tvo menn, helst karl og konu, einn aðalmann og annan til vara. Við þessu urðu flokkarnir vitaskuld með einni undantekningu. Viðreisn tilnefndi einungis Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann og fv. blaðamann, í þessari sókn. En engan til vara.

Það er einkennilegast fyrir það að flokkurinn hefur á sínum snærum einn fremsta sérfræðing háskólasamfélagsins í málefnum sjávarútvegsins, Daða Má Kristófersson prófessor, sem er varaformaður flokksins og raunar varaþingmaður Hönnu Katrínar í þokkabót.

Við blasir að Viðreisn hefur þurft að leggja mikið á sig til þess að finna Daða Má ekki sæti í samráðsnefndinni, ekki einu sinni varamannssæti. Það er til marks um djúpstæðan ágreining innan þessa litla flokks þegar varaformaðurinn er sniðgenginn og niðurlægður með þessum hætti, einmitt þegar um er að ræða sjávarútveg og stjórn fiskveiða, þar sem fáir standa honum á haus eða sporði; innan Viðreisnar alltjent.