Höfundar Sunna Dís, Rebekka Sif, Þórarinn, Ingunn og Heiða Vigdís.
Höfundar Sunna Dís, Rebekka Sif, Þórarinn, Ingunn og Heiða Vigdís.
Ef einhverja vantar innblástur fyrir sumarlesturinn er tilvalið að skella sér á höfundaspjall í Borgarbókasafninu Sólheimum í dag, fimmtudag, kl. 17.30-18.30. Þar gefst „stórgott tækifæri til að fylla rækilega á lestrarlistann fyrir...
Ef einhverja vantar innblástur fyrir sumarlesturinn er tilvalið að skella sér á höfundaspjall í Borgarbókasafninu Sólheimum í dag, fimmtudag, kl. 17.30-18.30. Þar gefst „stórgott tækifæri til að fylla rækilega á lestrarlistann fyrir sumarið“. Sunna Dís Másdóttir stýrir spjalli við þau Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur, Ingunni Snædal, Rebekku Sif Stefánsdóttur og Þórarin Eldjárn um nýlegar bækur þeirra og sumarlestur almennt,“ segir í tilkynningu. Þórarinn sendi nýlega frá sér ljóðabókina Allt og sumt. Getnaður eftir Heiðu Vigdísi bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, og fyrsta skáldsaga Rebekku, Flot , kom nýlega út hjá Króníku. Ingunn Snædal mætir til leiks með spennandi þýðingar í farteskinu. Að auki munu allir þátttakendur mæla með vænlegum bókum til yndislestrar í sumar. Léttar veigar á boðstólum. Öll velkomin.