Hátíð Margaret Tyler stendur hér í sérstöku herbergi með minjagripum af drottningunni sem hún hefur safnað saman í sérstöku „afmælisherbergi“.
Hátíð Margaret Tyler stendur hér í sérstöku herbergi með minjagripum af drottningunni sem hún hefur safnað saman í sérstöku „afmælisherbergi“. — AFP/Adrian Dennis
Í dag hefjast hátíðahöld í Bretlandi í tilefni af því að 70 ár eru liðin á þessu ári frá því að Elísabet 2. Bretadrottning tók við völdum.

Í dag hefjast hátíðahöld í Bretlandi í tilefni af því að 70 ár eru liðin á þessu ári frá því að Elísabet 2. Bretadrottning tók við völdum. Opinber frídagur er í Bretlandi í dag og á morgun, og fá því flestir Bretar fjögurra daga helgi til þess að fagna afmælinu. Þá ber upphafsdag hátíðahaldanna upp á krýningardag Elísabetar, en 69 ár eru liðin í dag frá krýningu hennar.

Áætlað er að milljónir manna muni taka þátt í hátíðahöldunum innan Bretlands, og verður hápunktur þeirra á sunnudaginn. Meðal annars verður þá haldin hersýning, þar sem 1.750 hermenn og 250 hestar marséra frá Trafalgar-torgi til Buckingham-hallar.

Þá verður einnig sett á svið sérstök sýning sem á að sýna hvernig samfélagið hefur breyst á valdatíma drottningarinnar. Mun Ed Sheeran stíga á svið um kvöldið og leiða fjöldasöng þar sem þjóðsöngur Breta verður sunginn.