Wagner í návígi er yfirskrift tónleika sem haldnir eru í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík og marka upphaf Alþjóðlegra Wagnerdaga í Reykjavík sem standa til sunnudags.
Wagner í návígi er yfirskrift tónleika sem haldnir eru í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík og marka upphaf Alþjóðlegra Wagnerdaga í Reykjavík sem standa til sunnudags. Á tónleikum kvöldsins koma fram Hanna Dóra Sturludóttir og Martina Trumpp með Kammersveit Reykjavíkur. Á efnisskránni er Siegfried Idyll í upprunalegri gerð en Wagner gaf Cosimu eiginkonu sinni það eftir fæðingu sonar þeirra. Hanna Dóra syngur Wesendonck-ljóðin í útsetningu fyrir strengjakvintett og Isoldes Liebestod úr Tristan og Ísold. Flutt verður sérstök umritun þýska fiðluleikarans Martinu Trumpp sem hefur útsett atriði úr Tristan og Ísold fyrir strengjaseptett og rödd. Trumpp, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir einleik, leiðir Kammersveitina á tónleikunum. 64