Wembley Argentínumenn fagna marki Lautaro Martínez.
Wembley Argentínumenn fagna marki Lautaro Martínez. — AFP/Adrian Dennis
Argentína lagði Ítalíu að velli í meistaraleik Evrópu og Suður-Ameríku í knattspyrnu karla sem háður var á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöld, 3:0. Lionel Messi lagði upp mark fyrir Lautaro Martínez á 28.

Argentína lagði Ítalíu að velli í meistaraleik Evrópu og Suður-Ameríku í knattspyrnu karla sem háður var á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöld, 3:0.

Lionel Messi lagði upp mark fyrir Lautaro Martínez á 28. mínútu og Martínez lagði síðan upp mark fyrir Ángel Di María í lok fyrri hálfleiks. Í uppbótartíma leiksins innsiglaði Paulo Dybala argentínskan sigur með þriðja markinu. Með þessu var endurvakin keppni meistaraliða þessara tveggja heimsálfa sem áður hafði farið fram árin 1985 og 1993 en Álfukeppni FIFA leysti hana síðan af hólmi frá 1997.