Misheppnað útspilsdobl.

Misheppnað útspilsdobl. S-AV

Norður
93
9742
--
ÁKG9862

Vestur Austur
85 ÁG642
G105 ÁD63
DG10953 Á87
54 10

Suður
KD107
K8
K642
D73

Suður spilar 3G dobluð.

Daninn Andreas Marquardsen tók praktískan pól í hæðina. Hann var með lauflitinn góða í norður og sá makker sinn opna á veiku grandi. Vestur passaði og Marquardsen skaut á 3G! Vissulega óhefluð sögn, en hefur þann stóra kost að þagga niður í austri.

Raunar ekki. Svíinn Bengt-Erik Efraimsson sat í austur og gat ekki hugsað sér að passa. Hann doblaði. Flest hámenntuð pör nota dobl í þessari stöðu til að panta ákveðið útspil, ýmist spaða eða styttri hálit. Hver svo sem regla Svíanna er, þá spilaði Mats Axdorph út 8 frá tvílitunum. Það gaf sagnhafa (John Norris) tíu slagi og 650, en 3G fóru niður á hinu borðinu eftir D út. Hjartagosinn er líka banvænn og þar kom María Haraldsdóttir Bender út í leik Íslands og Finnlands í kvennaflokki. Suður opnaði á 1, norður sagði 2 og Harpa Fold Ingólfsdóttir í austur sýndi hálitina með dobli.