Bæjarstjórn Fulltrúarnir (f.v.): Hlynur, Lára, Heimir, Gunnar, Hulda, Halla og Ásthildur bæjarstjóri.
Bæjarstjórn Fulltrúarnir (f.v.): Hlynur, Lára, Heimir, Gunnar, Hulda, Halla og Ásthildur bæjarstjóri. — Morgunblaðið/Margrét Þóra
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Málefnasamningar um meirihlutasamstarf til ársins 2026 voru undirritaðir í tveimur sveitarfélögum í gær: í Hafnarfirði og á Akureyri.

Málefnasamningar um meirihlutasamstarf til ársins 2026 voru undirritaðir í tveimur sveitarfélögum í gær: í Hafnarfirði og á Akureyri.

Í Hafnarfirði undirrituðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn málefnasamning en flokkarnir mynduðu einnig meirihluta á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir verða með 6 af 11 bæjarfulltrúum í Hafnarfirði. Munu þeir skipta með sér embætti bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á tímabilinu þannig að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mun halda áfram sem bæjarstjóri til 1. janúar 2025 en þá mun Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taka við. Valdimar mun fram að því vera formaður bæjarráðs en þegar hann tekur við bæjarstjórastólnum verður Rósa formaður bæjarráðs.

Á Akureyri undirrituðu Bæjarlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn málefnasamning. Ásthildur Sturludóttir mun halda áfram sem bæjarstjóri þar. Sjálfstæðisflokkurinn tekur við forsæti í bæjarstjórn en formaður bæjarráðs kemur frá Bæjarlistanum.