— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úkraínskum flóttabörnum var í gær boðið í bíó í Álfabakka en þar var teiknimyndin Encanto sýnd á úkraínsku. Sveinn Rúnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda, sagði að sýningin hefði verið vel sótt.

Úkraínskum flóttabörnum var í gær boðið í bíó í Álfabakka en þar var teiknimyndin Encanto sýnd á úkraínsku. Sveinn Rúnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda, sagði að sýningin hefði verið vel sótt.

Mikil eftirvænting var fyrir henni og voru börnin glöð og þakklát að komast loks aftur í bíó. Sýningargestir fengu popp og gos í boði Ölgerðarinnar og var sýningin sjálf í boði Sambíóanna.