Uppruni Hvernig er að vera einstaklingur af blönduðum uppruna á Íslandi?
Uppruni Hvernig er að vera einstaklingur af blönduðum uppruna á Íslandi?
Mæðgur er yfirskrift ljósmyndasýningar Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur sem opnuð er í Borgarbókasafninu Spönginni í dag kl. 17. „Gunnlöð sýnir myndir af mæðgum. Móðirin er alltaf íslensk en dæturnar eiga föður af erlendum uppruna.
Mæðgur er yfirskrift ljósmyndasýningar Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur sem opnuð er í Borgarbókasafninu Spönginni í dag kl. 17. „Gunnlöð sýnir myndir af mæðgum. Móðirin er alltaf íslensk en dæturnar eiga föður af erlendum uppruna. Ásamt myndunum má sjá textabrot og hugleiðingar mæðgnanna sjálfra. Þar er m.a. komið inn á hvernig það sé að alast upp við að eiga tvö heimalönd. Eins er rætt um hvernig er að eiga börn af blönduðum uppruna á Íslandi og vera sjálf einstaklingur af blönduðum uppruna á Íslandi. Á sýningunni má sjá fallegan fjölbreytileika og einstök mæðgnasambönd,“ segir í kynningu. Upplýsingar um Gunnlöð má nálgast á vefnum gunnlod-jona.com og á instagram@gunnlod. Sýningin stendur til 26. ágúst.