Fyrst Hin tvítuga Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi, er fyrsti viðmælandinn í Dætrum Íslands en alls verða þættirnir tíu talsins.
Fyrst Hin tvítuga Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi, er fyrsti viðmælandinn í Dætrum Íslands en alls verða þættirnir tíu talsins. — Morgunblaðið/Hallur Már
Dætur Íslands eru nýir íslenskir vefþættir sem hefja göngu sína á mbl.is í dag en þættirnir eru framleiddir af Studio M og verða í opinni dagskrá. Þættirnir eru hluti af upphitun Morgunblaðsins og mbl.

Dætur Íslands eru nýir íslenskir vefþættir sem hefja göngu sína á mbl.is í dag en þættirnir eru framleiddir af Studio M og verða í opinni dagskrá.

Þættirnir eru hluti af upphitun Morgunblaðsins og mbl.is fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu, sem hefst hinn 6. júlí á Englandi. Í þáttunum, sem verða tíu talsins, verða landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir allar heimsóttar.

Þær eiga það allar sameiginlegt að vera í atvinnumennsku eða hafa verið í atvinnumennsku til fjölda ára. Í heimsóknunum verður skoðað hvernig þær búa, æfingasvæðin hjá félagsliðum þeirra verða heimsótt, sem og keppnisvellirnir sem þær spila á. Þá verður einnig skyggnst á bak við tjöldin hjá þeim og áhorfendur fá góða innsýn í það hvernig þær komust á þann stað sem þær eru á í dag.

bjarnih@mbl.is 12