Tálknafjörður Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla tók við fánanum.
Tálknafjörður Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla tók við fánanum. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Guðlaugur Albertsson Tálknafirði Nemendur, starfsfólk og foreldrar komu saman nýlega á Eyrarleikum Tálknafjarðarskóla og gerðu sér glaðan dag.

Guðlaugur Albertsson

Tálknafirði

Nemendur, starfsfólk og foreldrar komu saman nýlega á Eyrarleikum Tálknafjarðarskóla og gerðu sér glaðan dag. Nemendur sýndu einnig afrakstur vinnu sinnar í vetur og mátti sjá margt snilldarverkið í stofum og á göngum skólans.

Þá var tækifærið notað til að afhenda viðurkenningu Landverndar fyrir góðan árangur skólans sem grænfánaskóla. Tálknafjarðarskóli hefur tekið þátt í því frá árinu 2004.

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið, er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. 45 lönd taka þátt í því. Markmið þess er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnu skóla. Það var grænfánanefnd skólans sem tók á móti viðurkenningunni. Ýmis verkefni grænfánans eru orðin fastur liður í starfi skólans, svo sem jóga, ræktun, útikennsla og þátttaka í alþjóðlegum verkefnum.