Mögnuð Matarbloggarinn, fagurkerinn og meistarakokkurinn Berglind Hreiðarsdóttir.
Mögnuð Matarbloggarinn, fagurkerinn og meistarakokkurinn Berglind Hreiðarsdóttir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Berglind Hreiðarsdóttir er einn fremsti matarbloggari landsins og hér galdrar hún fram dýrindis BBQ-borgara sem hún segir að sé sáraeinfaldur og einstaklega bragðgóður réttur. Hið síðarnefnda var reyndar sjálfgefið þar sem Berglind er ekki þekkt fyrir að klúðra mat.

„Ég myndi segja að þetta væri ekta útilegugrill þar sem ég býð upp á tilbúnar „franskar“ úr dós, lauksnakk og grillaðar pylsur til að narta í með borgurunum, segir Berglind og við tökum undir það. Einfalt meðlæti og þægilegt. Nákvæmlega það sem maður þarf í góðri útilegu.

Berglind segist nokkuð mikill grillari en það sé þó sveiflukennt eins og hjá okkur flestum. „Ég elska grillmat og tek skorpur í því að grilla. Grilla klárlega meira á sumrin en veturna en finnst fátt betra en ilmandi grilllykt! Og sjálfsagt geta flestir matgæðingar tekið undir þau orð.

Lykillinn að góðum eftirrétti

„Það er svo erfitt að gera upp á milli hvað mér finnst skemmtilegast að grilla, segir hún. „Góður fiskur jafnast alveg á við góða steik og mér finnst fiskur eiginlega bestur af grillinu. Ég skil ekki af hverju ég grilla ekki oftar fisk.

Eftirréttir eru einnig í miklu uppáhaldi en hægt er að útfæra skemmtilega eftirrétti á ótal vegu á grillinu. „Súkkulaðifylltir bananar eru alltaf klassík, svo lengi sem maður grillar þá rétt þannig að súkkulaðið bráðni en bananinn fari ekki í mauk!

Hver er lykillinn að góðri grillmáltíð?

Undirbúningur, góð krydd og rétt hitastig eftir mismunandi mat sem á grillið fer!

Besta grillráðið

Undirbúa allt svakalega vel áður en eitthvað er sett á grillið. Yfirleitt er maður að grilla eitthvað sem tekur frekar stuttan tíma og það fer allt í vitleysu ef það er ekki búið að leggja á borð, preppa meðlæti og þess háttar. Ég geri það alltaf á meðan grillið hitnar og þá er bara hægt að einbeita sér að því sem á grillinu er og njóta þess um leið og það er tilbúið.

BBQ-borgarar

Fyrir 4

4 x 170 g hamborgari

4 x hamborgarabrauð

Hamborgarakrydd

Heinz Sweet BBQ-sósa

8 sneiðar af osti

Kál

Bufftómatar

Rauðlaukur

Steiktur laukur

Pikknikk-kartöflusnakk

Pepperoni-pylsur

Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.

Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq-sósu eftir smekk.

Setjið tvær ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.

Raðið saman því sem þið óskið eftir á hamborgarann, setjið enn meiri BBQ-sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperoni-pylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.

Af hverju skiptir fituprósentan öllu máli?

Það eru ekki allir sem átta sig á því að lykillinn að virkilega bragðgóðum og safaríkum hamborgara liggur í fitunni. Fitan tryggir mýktina og að borgarinn verði virkilega djúsí og bragðmikill eins og við viljum flest.

Fyrir tveimur árum kynnti Hagkaup til sögunnar nýjan hamborgara sem innihélt 30% fitu sem olli talsverðum usla meðal matgæðinga, enda sannkallaður sælkeraborgari. Hamborgarinn hefur allar götur síðan verið ein mest selda varan í Hagkaup en að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa, vekja nýjungar sem þessar alltaf mikla athygli enda fylgjast matgæðingar vel með því sem er að gerast í hérlendri vöruþróun. Skemmst sé að minnast viðbragðanna sem rib-eye borgararnir fengu hér um árið.

„Kjötsérfræðingar vilja meina að bragðið liggi í fitunni og erum við hjá Hagkaup hjartanlega sammála þeirri staðhæfingu. Þessir sígildu hamborgarar eru oftast 15 til 20% fita og ákváðum við að sjá hvað myndi gerast ef við hækkuðum hlutfallið upp í 30% fitu. Við létum slag standa og er útkoman komin í verslanir Hagkaups. Þetta er mögulega besti hamborgarinn á markaðnum í dag og gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann fær að njóta sín hvað best ef hann er grillaður, þar sem fituhlutfallið er hátt,“ segir Sigurður.