Nicolas Maduro
Nicolas Maduro
Efnahagur Venesúela er í molum. Í óstjórnartíð sósíalistanna Cesars Chavezar og Nicolasar Maduros hefur átt sér stað hrun. Á undanförnum átta árum hefur landsframleiðsla dregist saman um 80 af hundraði. Verðbólga fór upp í 300.000%.

Efnahagur Venesúela er í molum. Í óstjórnartíð sósíalistanna Cesars Chavezar og Nicolasar Maduros hefur átt sér stað hrun. Á undanförnum átta árum hefur landsframleiðsla dregist saman um 80 af hundraði. Verðbólga fór upp í 300.000%.

Maduro hefur stjórnað landinu harðri hendi og afnumið lýðræði í landinu. Það leiddi til efnahagslegra refsiaðgerða Bandaríkjamanna, en frekar en að gefa eftir forhertist Maduro, kúgunin jókst og fangelsin fylltust af andófsmönnum.

Efnahagslífið hefur aðeins tekið við sér eftir að einkafyrirtæki fengu leyfi til innflutnings og verðlagsreglur voru rýmkaðar. Það hefur hins vegar orðið til þess að dollarinn hefur þrengt að þjóðarmyntinni, bólivarnum, sem er orðinn verðlaus. Venesúela er ekki lengur eitt ódýrasta landið í Suður-Ameríku, heldur eitt það dýrasta. Þeir sem eru í dollarahagkerfinu dafna, en þeir sem fá borgað í bólivarnum lepja dauðann úr skel.

Ástandið er sérstaklega erfitt fyrir menntastéttina í landinu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun meðal háskólakennara kváðust 60% hafa lést á undanförnum 12 mánuðum um 8,7 kg. Þeir voru ekki í megrun.

Í tíð Chavezar og Maduros hafa háskólarnir verið miðstöð gagnrýni á stjórnarfarið í landinu. Í grein í Der Spiegel er því lýst hvernig menntamenn í Venesúela sem áður lifðu góðu lífi eiga ekki til hnífs og skeiðar, svelta jafnvel dögum saman, hafa misst heimili sín og lifa á ölmusu. Er það furða að því sé haldið fram að Maduro sé að reyna að svelta sína helstu gagnrýnendur í hel?