Tónleikarnir Persian Path verða haldnir í Gamla bíói 16. júní og eru þeir á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Tónleikarnir Persian Path verða haldnir í Gamla bíói 16. júní og eru þeir á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á þeim koma fram fimm íranskir tónlistarmenn og tveir íslenskir og er efnisskrá tónleikanna fengin af samnefndri plötu Ásgeirs Ásgeirssonar og Hamid Khansari þar sem íslensk og írönsk þjóðlög mætast í nýjum útsetningum. „Austræn hljóðfæri, tónmál, taktar og sköpun fléttast saman við rammíslenskar laglínur og blæbrigðaríkan söng Sigríðar Thorlacius. Frá Teheran kemur hópur af leiftrandi hæfileikaríku tónlistarfólki en auk Hamid Khansari verða á sviðinu þau Sara Rezazadeh, Hooman Roomi, Bahar Modiri og Aryan Rezaee,“ segir á vefnum tix.is þar sem miðasala fer fram.