Þýskaland Magdeburg – RN Löwen 37:34 • Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 4. • Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen.

Þýskaland

Magdeburg – RN Löwen 37:34

• Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 4.

• Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen.

Lemgo – Hamburg 28:24

• Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo.

Füchse Berlín – Flensburg 22:28

• Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Flensburg.

Kiel – Göppingen 38:31

• Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir Göppingen.

Bergischer – N-Lübbecke 26:22

• Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki fyrir Bergischer.

Stuttgart – Melsungen 28:25

• Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart en Andri Már Rúnarsson ekkert.

• Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk fyrir Melsungen og Alexander Petersson 2 en Elvar Örn Jónsson er meiddur.

Hannover-Burgdorf – Leipzig 26:26

• Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Erlangen – Balingen 33:26

• Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

• Oddur Gretarsson skoraði 5 mörk fyrir Balingen og Daníel Þór Ingason eitt.

Lokastaðan:

Magdeburg 64, Kiel 58, Füchse Berlín 53, Flensburg 50, Göppingen 38, Lemgo 37, Wetzlar 35, Melsungen 33, Leipzig 33, RN Löwen 30, Bergischer 29, H-Burgdorf 27, Erlangen 27, Hamburg 26, Stuttgart 24, Minden 18, Balingen 16, N-Lübbecke 14.

*Magdeburg er meistari og Kiel fer líka í Meistaradeildina en Füchse Berlín, Flensburg og Göppingen fara í Evrópudeildina.

*Balingen og N-Lübbecke falla en Gummersbach og Hamm koma í þeirra stað.

B-deild:

Gummersbach – Coburg 29:27

• Elliði Snær Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrmisson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem vann deildina með 62 stig, 13 stigum á undan Hamm.

• Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 3 mörk fyrir Coburg sem endaði í 11. sæti.

Dessauer – Aue 26:26

• Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 13 skot í marki liðsins, 38 prósent. Aue endaði í 19. sæti og féll.

Emsdetten – Ludwigshafen 29:30

• Anton Rúnarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Örn Vésteinsson 2. Emsdetten varð í 20. og neðsta sæti og féll.