Hótel Geo Gestir voru á hótelinu þegar lögreglan mætti á svæðið.
Hótel Geo Gestir voru á hótelinu þegar lögreglan mætti á svæðið.
Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Lögregla lokaði í fyrradag Hótel Geo, sem var opnað 1. júní, vegna þess að rekstraraðilar höfðu ekki tilskilin leyfi. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Þóra Birna Ingvarsdóttir

thorab@mbl.is

Lögregla lokaði í fyrradag Hótel Geo, sem var opnað 1. júní, vegna þess að rekstraraðilar höfðu ekki tilskilin leyfi. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Gestir dvöldu á hótelinu þegar lögreglu bar að garði og var unnið að því að finna þeim nýja gistingu, að sögn Grétars Hannessonar, eiganda og framkvæmdastjóra fjárfestingafélagsins Lundar sem á húsið.

Volcano Hotel og Festi Bistró voru opnuð í húsnæði sem hýsir Festi síðasta sumar. Þeim rekstri var þó hætt síðastliðið haust þar sem raki og mygla komu upp í húsnæðinu. Grétar segir að það hafi verið búið að ráða bót á því áður en hótel var opnað í húsnæðinu á ný.

Heilsu manna hætta búin

Verkfræðistofan Efla vann skýrslu vegna myglunnar, sem var skilað 17. mars. Þar kemur fram að fjarlægja þurfi allt rakaskemmt efni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Þurfi m.a. að endurnýja glugga og yfirfara frágang á þakdúk. Mygla sé í parketi og ílögn svo þörf er á endurnýjun fyrir allt gólfefni.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gaf í kjölfarið út eftirlitsskýrslu þar sem fram kom að raka- og mygluvandamál væru það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna væri hætta búin við að dvelja í húsinu.

Að sögn Grétars voru þær viðgerðir sem ráðast þurfti í áður en hótelið yrði opnað aftur leystar af hendi á einum mánuði án vandkvæða.