Versalir Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í flokkum fullorðinna í áhaldafimleikum.
Versalir Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í flokkum fullorðinna í áhaldafimleikum. — Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
Valgarð Reinhardsson úr Gerplu varð sigursælastur í fullorðinsflokkum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Versölum um helgina.

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu varð sigursælastur í fullorðinsflokkum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Versölum um helgina.

Valgarð varð Íslandsmeistari í fjölþraut í sjötta sinn á átta árum á laugardaginn og í gær sigraði hann á þremur áhöldum af sex þegar keppt var til úrslita, gólfæfingum, stökki og svifrá. Dagur Kári Ólafsson úr Gerplu sigraði á hesti og á tvíslá í gær og Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni á hringjum.

Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu varð Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut á laugardaginn.

Á einstökum áhöldum voru það hinsvegar samherjar hennar úr Gerplu, Agnes Suto og Hildur Maja Guðmundsdóttir, sem skiptu á milli sín sigrunum. Agnes sigraði í tvíslá og í stökki en Hildur Maja í slá og í gólfæfingum.

Sigurður Ari Stefánsson úr Fjölni og Rakel Sara Pétursdóttir úr Gerplu sigruðu í fjölþraut í unglingaflokkunum.