Bit Tilkynningar um bit lúsmýs hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands.
Bit Tilkynningar um bit lúsmýs hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands. — Morgunblaðið/Eggert
Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Lúsmýið er farið að fljúga, segir í skriflegu svari Náttúrufræðistofnunar Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Steinþór Stefánsson

steinthors@mbl.is

Lúsmýið er farið að fljúga, segir í skriflegu svari Náttúrufræðistofnunar Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eintök og tilkynningar um bit eru farin að berast stofnuninni og að sögn hennar kemur það í sjálfu sér ekki á óvart þar sem flugtíminn er samkvæmt gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands frá byrjun júní og fram í lok ágúst. Hér á landi hefur lúsmý fundist mjög víða en nokkur svæði hafa sloppið hingað til. Það verður því fróðlegt að sjá hvort lúsmýið nemur ný svæði í sumar.

Náttúrufræðistofnun Íslands birti grein um lúsmý árið 2019 og þá var aðalútbreiðslusvæði þess Suðvesturland upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Einnig fannst það í Eyjafirði. Í fyrra varð þess einnig vart m.a. í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og í Fnjóskadal.

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á fría þjónustu við að tegundagreina smádýr. Fólk er því hvatt til að senda stofnuninni eintök ef það telur sig hafa verið bitið af lúsmýi til staðfestingar á því.