Á sjó Frá siglingu á Borgarfirði eystri í tilefni sjómannadagsins. Siglt var frá höfninni við Hafnarhólma undir vökulum augum lundans sem þar býr.
Á sjó Frá siglingu á Borgarfirði eystri í tilefni sjómannadagsins. Siglt var frá höfninni við Hafnarhólma undir vökulum augum lundans sem þar býr. — Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær og í fyrradag. Síðustu tvö ár hefur ekki verið mögulegt að halda hann með pompi og prakt vegna þeirra samkomutakmarkana sem kórónuveirufaraldrinum fylgdu.

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær og í fyrradag. Síðustu tvö ár hefur ekki verið mögulegt að halda hann með pompi og prakt vegna þeirra samkomutakmarkana sem kórónuveirufaraldrinum fylgdu. Gestir sjómannadagsins voru greinilega þyrstir í góða skemmtun því fjörið var í hámarki í hverju sjávarplássi.

„Það er greinilegt að meðbyrinn sem var með sjómönnum og sjávarútvegi árið 1938, þegar þetta var haldið í fyrsta sinn, er engu minni í dag,“ sagði Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. „Viðtökur við sjómannadeginum eru vonum framar hjá okkur,“ segir hann og bætir við að allir viðburðir dagsins hafi verið gríðarlega vel sóttir.