West Ham Dagný er samningsbundin West Ham á Englandi.
West Ham Dagný er samningsbundin West Ham á Englandi. — Morgunblaðið/Hallur Már
„Hlutirnir hafa breyst mikið eftir að ég varð móðir,“ sagði knattspyrnu- og landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.

„Hlutirnir hafa breyst mikið eftir að ég varð móðir,“ sagði knattspyrnu- og landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M, en hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar Atla, í júní 2018.

Dagný, sem er þrítug, gekk til liðs við West Ham á Englandi í janúar á síðasta ári en hún skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Miðjumaðurinn á að baki 101 A-landsleik fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað 34 mörk en hún lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Bandaríkjunum í febrúar 2010, þá 18 ára gömul.

„Áður en ég varð mamma þá var ég bara sjálfselskur íþróttamaður,“ sagði Dagný.

„Maður fær aðra sýn á lífið eftir að hafa eignast barn og þó að það sé ógeðslega gaman í fótbolta þá er miklu skemmtilegra að vera mamma.

Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta hlutverk“ sagði Dagný meðal annars. bjarnih@mbl.is 10