Yfirvöld í Danmörku og Kanada hafa samið um skiptingu eignarhalds á klettaeyju milli Kanada og Grænlands. Yfirráð yfir eyjunni verða færð í hendur Grænlendinga og frumbyggja í Nunavut.

Yfirvöld í Danmörku og Kanada hafa samið um skiptingu eignarhalds á klettaeyju milli Kanada og Grænlands.

Yfirráð yfir eyjunni verða færð í hendur Grænlendinga og frumbyggja í Nunavut.

Hans-eyja, öðru nafni Tartupaluk, er óbyggður klettur á miðju Kennedysundi, milli Ellesmere-eyju og Norður-Grænlands. Danmörk og Kanada hafi undanfarna áratugi staðið í svokölluðu fánastríði á eyjunni þar sem ríkin skiptust á um að draga fána sína þar að húni.

Ríkin sömdu svo loks um „vopnahlé“ árið 2005 og hófust viðræður milli ríkjanna sama ár.

Samningurinn um þetta verður kynntur opinberlega í dag.