[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sigraði á laugardaginnn í bæði 100 og 200 metra hlaupi karla á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsíþróttum á Möltu og setti mótsmet í báðum greinum.

* Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sigraði á laugardaginnn í bæði 100 og 200 metra hlaupi karla á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsíþróttum á Möltu og setti mótsmet í báðum greinum. Kolbeinn sigraði í 100 metra hlaupinu á 10,59 sekúndum og í 200 metra hlaupinu á 21,40 sekúndum. Dagur Andri Einarsson úr ÍR fékk bronsverðlaun í 100 metra hlaupinu á 10,66 sekúndum.

Tiana Ósk Whitworth úr ÍR fékk silfurverðlaun í 200 metra hlaupi kvenna á 24,25 sekúndum og bronsverðlaun í 100 metra hlaupi þar sem hún náði sínum besta tíma í ár, 11,75 sekúndur.

Hilmar Örn Jónsson úr FH og Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR fengu silfurverðlaun í sleggjukasti karla og kvenna. Hilmar kastaði 70,95 metra en Elísabet kastaði 64,21 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir fékk silfurverðlaun í 100 metra grindahlaupi á 14,39 sekúndum sem er hennar besti tími í ár. Irma Gunnarsdóttir úr FH fékk silfurverðlaun í langstökki, stökk 5,96 metra. Íris Anna Skúladóttir úr FH fékk silfurverðlaun í 5.000 metra hlaupi og náði sínum besta árangri, 17:09,10 mínútur, en hún bætti þrettán ára gamalt persónulegt met sitt.

*Elverum varð norskur meistari í handknattleik á laugardaginn með því að sigra Arendal á útivelli, 34:28, í fjórða úrslitaleik liðanna. Elverum vann þar með einvígið 3:1. Þeir Orri Freyr Þorkelssson og Aron Dagur Pálsson léku báðir með Elverum en hvorugum tókst að skora í leiknum.

* Stephen Curry átti stórleik aðfaranótt laugardags þegar lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics á útivelli, 107:97, í fjórða úrslitaleik liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik. Þar með jafnaði Golden State metin í 2:2 og er á heimavelli í fimmta leik liðanna sem fram fer í San Francisco í kvöld. Curry skoraði 43 stig og tók 10 fráköst fyrir Golden State . Jayson Tatum skoraði 23 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 21.

* Haraldur Franklín Magnús e ndaði í 39.-41. sæti á Emporda Challenge-golfmótinu sem lauk í Girona á Spáni í gær en það var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur lék á 68 höggum í gær, tveimur undir pari vallarins, og var samanlagt á 279 höggum á fjórum hringjum, einu höggi undir pari. Keppendur voru 156 og 60 þeirra komust í gegnum niðurskurðinn á föstudaginn.

* HK lagði Þór frá Akureyri að velli, 3:1, í 1. deild karla í fótbolta á laugardaginn í Kórnum í Kópavogi. Aron Ingi Magnússon k om Þór yfir í fyrri hálfleik en á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks skoruðu Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Stefán Ingi Sigurð arson f yrir HK og tryggðu liðinu sinn þriðja sigur í fyrstu fimm leikjunum.

Á Ísafirði misstu Kórdrengir niður tveggja marka forskot gegn Vestra og lokatölur urðu 2:2. Þórir Rafn Þórisson og Kristófer Jacobsen Reyes komu Kórdrengjum í 2:0 í fyrri hálfleik en Vladimir Tufegdzic og Toby King jöfnuðu metin fyrir Vestra.

* Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, varð í gær danskur meistari með GOG þegar lið hans vann Aalborg á útivelli, 27:26, í öðrum úrslitaleik liðanna. Liðin höfðu áður gert jafntefli á heimavelli GOG. Viktor varði fjögur skot, þar af eitt vítakast, og var með 25 prósent markvörslu. Aron Pálmarsson var einn þriggja markahæstu manna Aalborg með fimm mörk úr sex skotum en hann og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari máttu sætta sig við silfurverðlaunin. Viktor kveður nú GOG og gengur til liðs við Nantes í Frakklandi.

*Tindastóll og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, tvö liðanna sem virðast ætla að berjast í efri hluta 1. deildar kvenna í fótbolta, skildu jöfn, 2:2, á Sauðárkróki á laugardaginn. Bryndís Rut Haraldsdóttir og María Dögg Jóhannesdóttir skoruðu fyrir Skagfirðinga en Yolanda Bonnin og Ainhoa Plaza fyrir Austfirðinga.

* Guðný Geirsdóttir , markvörður kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, handarbrotnaði í bikarleik liðsins við Stjörnuna á föstudagskvöldið en þetta staðfesti hún við fótbolta.net í gær. Hún verður væntanlega frá keppni fram í ágúst en varamarkvörðurinn, Lavinia Boanda , landsliðsmarkvörður frá Rúmeníu, ver mark Eyjakvenna í næstu leikjum.

* Erling Braut Haaland , nýjasti liðsmaður Manchester City, var allt í öllu hjá Norðmönnum þegar þeir unnu sætan sigur á Svíum, 3:2, í Þjóðadeildinni í fótbolta í gær. Haaland skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði upp þriðja markið fyrir Alexander Sörloth .