Bestar Kristín Þórhallsdóttir og Amanda Lawrence fengu silfur og gull í -84 kg flokknum í Suður-Afríku en Lawrence er einmitt þjálfari Kristínar.
Bestar Kristín Þórhallsdóttir og Amanda Lawrence fengu silfur og gull í -84 kg flokknum í Suður-Afríku en Lawrence er einmitt þjálfari Kristínar. — Ljósmynd/Hinrik Pálsson
Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Kristín Þórhallsdóttir fékk þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í -84 kg flokki á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem lauk í Sun City í Suður-Afríku um helgina.

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Kristín Þórhallsdóttir fékk þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í -84 kg flokki á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem lauk í Sun City í Suður-Afríku um helgina.

Hún fékk silfur í hnébeygju með 230 kg og tvíbætti eigið Evrópumet, silfur í bekkpressu með 120 kg, brons í réttstöðulyftu með 230 kg og silfur í samanlögðu þar sem hún lyfti alls 580 kg og bætti Evrópumet sitt þar um 20 kíló.

Amanda Lawrence frá Bandaríkjunum, sem er þjálfari Kristínar, varð heimsmeistari með 615 kg samanlagt en Kristín hafði betur gegn henni í bekkpressunni.

„Það var ákveðið „kick“ að berjast um gull á HM þó það næðist ekki í dag. Ég er komin á pall í öllum greinum og komin yfir heimsmeistarann í einni grein. Hún átti reyndar ekki sinn besta dag, en þetta gefur manni auðvitað heilmikið búst,“ sagði Kristín m.a. í ítarlegri umfjöllun um mótið á mbl.is/sport.