— AFP
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir háttsettir embættismenn í Úkraínu segja hersveitir sínar eiga í erfiðum átökum, m.a. í austurhluta Donbas-héraðs sem Rússar hafa einbeitt sér að.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir háttsettir embættismenn í Úkraínu segja hersveitir sínar eiga í erfiðum átökum, m.a. í austurhluta Donbas-héraðs sem Rússar hafa einbeitt sér að.

Rússneski herinn hefur eyðilagt aðra brú í Severodonetsk og hefur herinn hafist handa við að eyðileggja síðustu brúna að sögn ríkisstjóra borgarinnar. Að sögn Selenskís munu „úkraínskir hermenn gera allt til að stöðva sókn Rússa“.

Úkraínuforseti segir að Úkraína megi ekki leyfa heiminum að beina athygli sinni frá því sem er að gerast á vígvellinum.