Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika í Guðríðarkirkju í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Kórinn fer í beinu framhaldi í söngferðalag til Bretlands og syngur í borgunum Bournemouth og Pool 19. júní.
Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika í Guðríðarkirkju í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Kórinn fer í beinu framhaldi í söngferðalag til Bretlands og syngur í borgunum Bournemouth og Pool 19. júní. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að hann sé þekktur sem „baráttukór eftir að hafa sungið á og vakið athygli á einbreiðum brúm í Sveitarfélaginu Hornafirði“ en kvennakórinn söng við formlega athöfn Vegagerðarinnar þegar tvíbreið brú við Steinavötn í Suðursveit var tekin í notkun. Stjórnandi er Heiðar Sigurðsson sem hefur útsett og samið mörg þeirra laga sem kórinn flytur.