Mark Luka Modric skorar sigurmark Króata gegn Frökkum úr vítaspyrnu á Stade de France og Frakkar geta nú ekki lengur unnið keppnina.
Mark Luka Modric skorar sigurmark Króata gegn Frökkum úr vítaspyrnu á Stade de France og Frakkar geta nú ekki lengur unnið keppnina. — AFP/Franck Fife
Danir og Króatar berjast um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta á meðan heimsmeistarar Frakklands eru neðstir í A-riðli, án sigurs, og gætu hæglega fallið niður í B-deildina.

Danir og Króatar berjast um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta á meðan heimsmeistarar Frakklands eru neðstir í A-riðli, án sigurs, og gætu hæglega fallið niður í B-deildina.

Danir sigruðu Austurríki, 2:0, á heimavelli í gærkvöld þar sem Jonas Wind skoraði fyrra markið á 21. mínútu og lagði það seinna upp fyrir Andreas Skov Olsen á 37. mínútu.

Króatar gerðu góða ferð til Frakklands þar sem þeir hefndu fyrir tapið í úrslitaleik HM 2018 í Rússlandi og sigruðu Frakka 1:0 með marki frá Luka Modric úr vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu leiksins eftir að brotið var á Orel Grinfeld.

Eftir fjórar umferðir af sex eru Danir með 9 stig, Króatar 7, Austurríkismenn 4 og Frakkar 2 stig. Króatar eiga eftir heimaleik sinn við Dani og útileik við Austurríki en Frakkar eiga eftir að spila heima við Austurríki og mæta Dönum á útivelli í lokaleiknum.