Blóð Mikil vöntun er á blóði í heilbrigðiskerfinu og hefur Blóðbankinn sent út neyðarkall á sama tíma og alþjóðlegi blóðgjafardagurinn er haldinn.
Blóð Mikil vöntun er á blóði í heilbrigðiskerfinu og hefur Blóðbankinn sent út neyðarkall á sama tíma og alþjóðlegi blóðgjafardagurinn er haldinn. — Morgunblaðið/Eggert
Enn er staðan alvarleg í Blóðbankanum og bráðvantar blóð í öllum flokkum. Gaf bankinn nýverið út neyðarkall og gildir það enn. Svo vill til að í dag er alþjóðlegi blóðgjafardagurinn, 14. júní.

Enn er staðan alvarleg í Blóðbankanum og bráðvantar blóð í öllum flokkum. Gaf bankinn nýverið út neyðarkall og gildir það enn.

Svo vill til að í dag er alþjóðlegi blóðgjafardagurinn, 14. júní. Dagurinn er haldinn í nafni og til heiðurs blóðgjöfum um allan heim, sem af óeigingirni gefa blóð sitt og blóðhluta sem síðan er veitt til þeirra sem þurfa lífsnauðsynlega á því að halda, eins og það er orðað í tilkynningu frá Blóðbankanum. Í tilefni dagsins mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gefa blóð.

Margir þættir skýra sára vöntun á blóði. Aukið álag er á heilbrigðiskerfinu, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna og umgangspesta. Samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum hefur síðan í október í fyrra verið óvenjumikil þörf fyrir blóð. Á sama tíma hafa orðið afföll í hópi blóðgjafa í kjölfar Covid-faraldursins; Blóðbankabíllinn hefur ekki verið í rekstri og samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar heimsfaraldurs. Þá fara blóðgjafar í sumarfrí eins og aðrir landsmenn, bæði innanlands og erlendis.

Heilbrigðisráðuneytið, Landspítali og Blóðbankinn hvetja allan almenning til að taka þá ákvörðun að slást í hóp blóðgjafa og leggjast þannig á árar með heilbrigðiskerfinu. Vikulega þarf bankinn á 200-250 blóðgjöfum að halda um land allt.