Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1% í júní. Gangi spáin eftir mælist 12 mánaða verðbólga þá 8,4%, en hún hefur ekki mælst svo mikil síðan í mars 2010.

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1% í júní. Gangi spáin eftir mælist 12 mánaða verðbólga þá 8,4%, en hún hefur ekki mælst svo mikil síðan í mars 2010.

Greining Íslandsbanka segir að hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga vegi þungt til hækkunar eins og að undanförnu og er talið að verðbólga hjaðni ekki að ráði fyrr en líða tekur á næsta ár. Helsta ástæða þess að verðbólga milli mánaða hækkar meira en gert var ráð fyrir í bráðabirgðaspá Greiningar Íslandsbanka er töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda.