Tottenham Grétar Rafn Steinsson er á leiðinni til London.
Tottenham Grétar Rafn Steinsson er á leiðinni til London. — Morgunblaðið/Eggert
Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur verið ráðinn „frammistöðustjóri“ hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham, samkvæmt frétt netmiðilsins The Athletic í gær.
Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur verið ráðinn „frammistöðustjóri“ hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham, samkvæmt frétt netmiðilsins The Athletic í gær. Þar kemur fram að Grétar muni vinna í kringum lið félagsins í öllum aldurshópum og náið með yfirmanni knattspyrnumála, Fabio Paratici. Grétar er að ljúka tímabundnu ráðgjafarstarfi hjá KSÍ en hann vann hjá enska félaginu Everton í þrjú ár, 2018-2021, og var þar á undan yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town.