Verðbólga Fjárfestar eru svartsýnir vestanhafs.
Verðbólga Fjárfestar eru svartsýnir vestanhafs.
Hlutabréfamarkaðir héldu áfram að lækka um allan heim í gær. Bandarískir markaðir tóku dýfu niður á við í gær en að sögn greinenda vestanhafs óttast fjárfestar aukna verðbólgu, hækkandi stýrivexti og frekari samdrátt hagkerfisins.

Hlutabréfamarkaðir héldu áfram að lækka um allan heim í gær.

Bandarískir markaðir tóku dýfu niður á við í gær en að sögn greinenda vestanhafs óttast fjárfestar aukna verðbólgu, hækkandi stýrivexti og frekari samdrátt hagkerfisins. S&P 500-vísitalan lækkaði um 3,9% í gær og hefur nú lækkað um tæp 22% á árinu. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 4,7% í gær og Dow Jones um 3%. Lækkunin á heimsvísu hófst þegar markaðir voru opnaðir í Asíu, þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um rúmlega 3%. Í Evrópu hélt lækkunin áfram þar sem markaðir lækkuðu á bilinu 1,5-2,5%. Hækkandi verðbólga, von á hærri stýrivöxtum og áhyggjur fjárfesta af efnahagsmálum vestanhafs hafa þar mikil áhrif.