— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Spilverk og söngur ómuðu í Bessastaðakirkju í gærkvöldi þegar þangað mættu gestir á Norrænu þjóðfræðiráðstefnunni sem haldin er þessa dagana í húsum Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Ráðstefnugestir eru um 400 talsins.

Spilverk og söngur ómuðu í Bessastaðakirkju í gærkvöldi þegar þangað mættu gestir á Norrænu þjóðfræðiráðstefnunni sem haldin er þessa dagana í húsum Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Ráðstefnugestir eru um 400 talsins.

Í kirkjunni kynntu Pétur Húni Björnsson sem hér sést til vinstri og Eyjólfur Eyjólfsson sem einnig er óperusöngvari gestum þjóðlög og tónlistarmenningu Íslendinga. Á eftir var svo heimboð í Bessastaðastofu hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Partí fyrir sundlaugargesti í Álftaneslaug var lokaatriðið, en sundlaugamenning er meðal þess sem íslenskir þjóðfræðingar hafa rannsakað.

Alþjóðlegt ráðstefnuhald á vegum HÍ er nú að komast á fullt og margt er á döfinni. Í háskólasamfélaginu er sömuleiðis unnið að mörgum rannsóknarverkefnum – og á þjóðfræðiþinginu nú er m.a. fjallað um breytingar á hversdeginum í Covid, súrdeigið í lífi heimabakara og forystufé. sbs@mbl.is