— Morgunblaðið/Eggert
Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta tókst ekki að knýja fram sigur á Ísraelsmönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöld þrátt fyrir að hafa komist tvisvar yfir í leiknum, í seinna skiptið með marki Þóris Jóhanns Helgasonar sem fagnaði vel eins og sjá má.

Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta tókst ekki að knýja fram sigur á Ísraelsmönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöld þrátt fyrir að hafa komist tvisvar yfir í leiknum, í seinna skiptið með marki Þóris Jóhanns Helgasonar sem fagnaði vel eins og sjá má. Þar með hafa allir þrír leikir liðsins endað með jafntefli, báðir leikirnir gegn Ísrael 2:2, og möguleikarnir á að vinna riðilinn eru ekki miklir en liðið á aðeins eftir að mæta Albaníu á útivelli. Sá leikur fer fram í september.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrra mark íslenska liðsins sem nýtti ekki nokkur mjög góð marktækifæri í leiknum en frammistaða ungra leikmanna lofar þó góðu fyrir framhaldið í haust. 27