Hátíðarstund Höfundur og leikarar The Lehman Trilogy sem gerði það gott á Tony-verðlaunahátíðinni um nýliðna helgi. Leikarinn Simon Russell Beale fjórði frá vinstri og leikskáldið Ben Power þriðji frá hægri með verðlaunagripina í höndunum. Tony-verðlaunin voru afhent í 75. sinn um helgina í borginni sem aldrei sefur, New York.
Hátíðarstund Höfundur og leikarar The Lehman Trilogy sem gerði það gott á Tony-verðlaunahátíðinni um nýliðna helgi. Leikarinn Simon Russell Beale fjórði frá vinstri og leikskáldið Ben Power þriðji frá hægri með verðlaunagripina í höndunum. Tony-verðlaunin voru afhent í 75. sinn um helgina í borginni sem aldrei sefur, New York. — AFP/Angela Weiss
Verk sem upphaflega voru sett upp á West End í Lundúnum og í framhaldi á Broadway í New York gerðu það gott á bandarísku leiklistarverðlaununum Tony sem afhent voru um nýliðna helgi.

Verk sem upphaflega voru sett upp á West End í Lundúnum og í framhaldi á Broadway í New York gerðu það gott á bandarísku leiklistarverðlaununum Tony sem afhent voru um nýliðna helgi. Voru það The Lehman Trilogy og Company sem sönkuðu að sér verðlaunum og hlaut það fyrrnefnda verðlaun sem besta leikritið, fyrir bestu leikstjórn og besta leikara í aðalhlutverki. Höfundur verksins, Ben Power, sagði í þakkarræðu að hann hefði samið verkið sem óð til New York og leikstjóri sýningarinnar, Sam Mendes, sem einna þekktastur er fyrir kvikmyndir sínar, hreppti sín önnur Tony-verðlaun. Simon Russell Beale hlaut verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki í leikriti. Sýningin hlaut einnig verðlaun fyrir leikmynd og lýsingu.

Besti enduruppfærði söngleikurinn þótti Company og hlaut Patti LuPone verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í söngleik. Þakkaði hún sérstaklega öllu fólkinu sem gætt hefði að öryggi þeirra sem tóku þátt í sýningunni í faraldrinum. Matt Doyle hlaut verðlaun sem besti aðalleikari í enduruppfærðum söngleik, fyrir Company , og hlaut sýningin auk þess verðlaun fyrir leikmynd og leikstjórn.

Lansbury heiðruð

Verðlaun fyrir besta nýja söngleik hlaut A Strange Loop sem hlaut alls 11 tilnefningar. Söngleikur byggður á lögum Michaels Jacksons, MJ , hlaut einnig verðlaun fyrir besta aðalleikara, Myles Frost, auk þrennra annarra verðlauna, og Joaquina Kalukango hlaut verðlaun sem besta leikkona í nýjum söngleik fyrir Paradise Square . Af öðrum verðlaunum kvöldsins má nefna að leikkonan Angela Lansbury hlaut heiðursverðlaun fyrir ævistarfið en hún er orðin 96 ára og hefur hlotið fimm Tony-verðlaun á ferlinum.

Fjölbreytni þótti einkenna Tony-verðlaunin að þessu sinni og segir í frétt The Guardian að sjö þeldökk leikskáld hafi átt verk sem voru tilnefnd. Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef verðlaunanna, tonyawards.com.

helgisnaer@mbl.is