Ósló Kannanir benda til þreytu í Noregi gagnvart EES-samningnum.
Ósló Kannanir benda til þreytu í Noregi gagnvart EES-samningnum.
Á fullveldi.is er sagt frá afstöðu Norðmanna til EES annars vegar og fríverslunarsamnings við ESB hins vegar. Þar segir: „Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti.

Á fullveldi.is er sagt frá afstöðu Norðmanna til EES annars vegar og fríverslunarsamnings við ESB hins vegar. Þar segir: „Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti.

Skoðanakannanir í Noregi hafa ítrekað skilað hliðstæðum niðurstöðum á undanförnum árum. Síðast í febrúar á þessu ári. Hins vegar hafa aðrar kannanir á sama tíma sýnt fleiri hlynnta EES-samningnum þegar einungis hefur verið spurt um afstöðuna til hans og ekki boðið upp á fríverzlunarsamning sem valkost.“

Þá segir að fleiri hafi „verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt öllum skoðanakönnunum í Noregi undanfarin 17 ár en umræðan þar í landi hefur lengi verið á þá leið að valið stæði einungis á milli sambandsins og EES-samningsins.“

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í Noregi og benda til þreytu gagnvart EES-samningnum en þó ekki áhuga á ESB-aðild. Þreytan kann að stafa af því að EES-ríkin hafa ekki gætt hagsmuna sinna sem skyldi. Það er þekkt hér á landi og norska könnunin mætti verða áminning í þeim efnum.