Gísli Marteinn Baldursson og Pétur Marteinsson.
Gísli Marteinn Baldursson og Pétur Marteinsson.
Vesturbær-kaffihús ehf., sem rekur Kaffihús Vesturbæjar, hagnaðist í fyrra um tæpar 4,8 milljónir króna, en á árinu 2020 nam tap félagsins um 6,2 milljónum króna.

Vesturbær-kaffihús ehf., sem rekur Kaffihús Vesturbæjar, hagnaðist í fyrra um tæpar 4,8 milljónir króna, en á árinu 2020 nam tap félagsins um 6,2 milljónum króna. Tekjur félagsins jukust töluvert á milli ára, eða um tæpar 43 milljónir króna, og námu á árinu 194,8 milljónum. Rekstrarkostnaður nam á árinu 187,5 milljónum króna og jókst um rúmar 30 milljónir króna. Launakostnaður félagsins jókst um rúmar 15 milljónir króna á árinu og hráefniskostnaður jókst um rúmar 14 milljónir króna.

Meðal þeirra liða sem hækka er húsaleiga, sem hækkar um 1,8 milljónir króna á milli ára. Hún nam á síðasta ári 5,4 milljónum króna, eða 450 þúsund krónum á mánuði.

Stærsti eigandi kaffihússins er félagið Ferdinand ehf., sem er í eigu Einis ehf. og vinanna Péturs H. Marteinssonar athafnamanns og Gísla Marteins Baldurssonar, dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu. Einir ehf. er í eigu Einars Arnar Ólafssonar fjárfestis.