Kristín Sif, einn þáttastjórnandi í Ísland vaknar á K100, sagði frá „agalegri“ lífreynslu sem hún varð fyrir á dögunum á bílastæðinu við Hagkaup í Skeifunni, í þættinum á dögunum.

Kristín Sif, einn þáttastjórnandi í Ísland vaknar á K100, sagði frá „agalegri“ lífreynslu sem hún varð fyrir á dögunum á bílastæðinu við Hagkaup í Skeifunni, í þættinum á dögunum. Sagðist hún hafa verið annars hugar þegar hún gekk út úr versluninni og sest inn í bílinn sinn, sem hún uppgötvaði fljótlega að var ekki hennar eigin bíll.

„Ég settist inn í vitlausan bíl. Ekki nóg með það heldur kom manneskjan sem átti bílinn akkúrat þegar ég sat inni í bílstjórasætinu í bílnum,“ lýsti Kristín.

Hlustaðu á Kristínu lýsa upplifuninni á K100.is.