Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Íslendingar eru óhamingjusamari nú en áður, að því er fram kemur í lýðheilsuvísi embættis landlæknis fyrir árið 2021. Árið 2020 mátu 57,8% hamingju sína á bilinu 8 til 10, á hamingjukvarða sem miðast við 0 til 10 stig, en árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á því bili eða 1,4 prósentustigum færri. Árið 2019 var hlutfallið 60,7% en litlu minna árið 2018 (59,2%).

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

Íslendingar eru óhamingjusamari nú en áður, að því er fram kemur í lýðheilsuvísi embættis landlæknis fyrir árið 2021. Árið 2020 mátu 57,8% hamingju sína á bilinu 8 til 10, á hamingjukvarða sem miðast við 0 til 10 stig, en árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á því bili eða 1,4 prósentustigum færri. Árið 2019 var hlutfallið 60,7% en litlu minna árið 2018 (59,2%).

Kynning embættis landlæknis á lýðheilsuvísi ársins 2022 fór fram á Akranesi í gær.

„Það er ekki bara það að það er skemmtilegra þegar við erum hamingjusöm heldur kostar óhamingja líka samfélagið. Eitt stig í hamingju kostar 13 þúsund pund eða sem nemur 2 milljónum íslenskra króna,“ sagði Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, og vitnaði hún þar til talna breska heilbrigðisráðuneytisins. Birting lýðheilsuvísa er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild.

Ögn færri höfðu mætt í skimun fyrir leghálskrabbameini sl. 3 og hálft ár árið 2021 (65%) en árið 2020 (66,2%) en mun færri í skimun fyrir brjóstakrabbameini árið 2021 heldur en árið 2020 (61,7%) en árið 2021 (54%). „Við höfum verið að horfa yfir mætingu nú yfir langt skeið og hún hefur ekki verið nógu góð,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Á Vesturlandi er lakari mæting í leghálsskimanir en á landinu öllu, en sá munur er ekki til staðar þegar litið er til skimunar fyrir brjóstakrabbameini.

Þá gekk um 62,1% barna í 8.-10. bekk oft eða alltaf vel að sofna á kvöldin árið 2021. Samkvæmt gögnum frá Rannsóknum og greiningu sofa yfir 40% unglinga í 7 tíma eða minna á hverri nóttu. [...] Þetta er eitthvað sem við þurfum að bregðast við,“ sagði hún.

Meiri ölvun hjá framhaldsskólanemum

Ölvunardrykkja framhaldsskólanema jókst töluvert á milli áranna 2021 og 2020; um 23,5% þeirra drukku oftar í mánuði árið 2020 en hlutfallið hækkaði í 35% árið 2021. Þá er ölvunin meiri á meðal framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu þar sem 38,3% stunda ölvunardrykkju einu sinni í mánuði eða oftar.

Nikótínpúðanotkun framhaldsskólanema breyttist lítið milli ára. Um 22,5% framhaldsskólanema notuðu nikótínpúða einu sinni í mánuði eða oftar árið 2020 og hækkaði hlutfallið í 22,8% árið 2021. Áhættudrykkja fullorðinna stóð hins vegar í stað og mældist 22,1% árin 2020 og 2021.