Lífríkið Nemendur gátu meðal annars kynnt sér náttúruvísindi og skoðað ýmsar lífverur úr dýraríkinu undir smásjá. Háskóli unga fólksins hefur skipað sér veglegan sess sem árlegur sumarboði í starfi Háskóla Íslands síðan árið 2004. Alls mættu um 250 krakkar á aldrinum 12-14 og skemmtu sér konunglega.
Lífríkið Nemendur gátu meðal annars kynnt sér náttúruvísindi og skoðað ýmsar lífverur úr dýraríkinu undir smásjá. Háskóli unga fólksins hefur skipað sér veglegan sess sem árlegur sumarboði í starfi Háskóla Íslands síðan árið 2004. Alls mættu um 250 krakkar á aldrinum 12-14 og skemmtu sér konunglega. — Morgunblaðið/Hákon
Líffræði, tölvuleikjahönnun, íþrótta- og heilsufræði, sköpunarhreyfing og stafræn tækni eru á meðal þeirra greina sem vekja mikla lukku hjá krökkum sem sækja Háskóla unga fólksins sem var settur í Háskóla Íslands í gærmorgun, að sögn Kristínar Ásu...

Líffræði, tölvuleikjahönnun, íþrótta- og heilsufræði, sköpunarhreyfing og stafræn tækni eru á meðal þeirra greina sem vekja mikla lukku hjá krökkum sem sækja Háskóla unga fólksins sem var settur í Háskóla Íslands í gærmorgun, að sögn Kristínar Ásu Einarsdóttur, skólastjóra Háskóla unga fólksins. Um 250 krakkar á aldrinum 12-14 ára tóku þátt í skólanum í gær en hann hefur frá árinu 2004 unnið sér sess sem árlegur sumarboði í starfi Háskóla Íslands.

„Þetta er mjög skemmtilegt. Við bjóðum upp á fjölmarga áfanga, þar á meðal alþjóðamál þar sem fjallað er um stríð. Við gætum þess að hafa puttann á púlsinum,“ segir Kristín.

Nemendur gátu valið á milli 16 stundataflna þar sem þeir fengu innsýn í fjölbreytt fræði og vísindi.

Kennsla fór fram fyrir hádegi í tveimur byggingum skólans, Öskju og Odda. Háskóla unga fólksins lýkur svo með grillveislu og lokahátíð í hádeginu 16. júní.