Gísli Gunnarsson
Gísli Gunnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt að af 25 tilnefningum til vígslubiskups á Hólum verði tveir prestar í kjöri, sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað. Tilnefningu lauk 24. maí sl.

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt að af 25 tilnefningum til vígslubiskups á Hólum verði tveir prestar í kjöri, sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað. Tilnefningu lauk 24. maí sl. og kosning mun fara fram dagana 23. til 28. júní næstkomandi. Munu Gísli eða Þorgrímur taka við af Solveigu Láru Guðmundsdóttur.

Gísli hefur verið sóknarprestur í Glaumbæ frá árinu 1982, auk þess að sinna Sauðárkróki og fleiri sóknum í Skagafirði. Þorgrímur hefur sinnt prestsstörfum frá 1993, fyrst í Neskaupstað en frá 1999 á Grenjaðarstað í Aðaldal, auk þess að hafa leyst af í öðrum sóknum, nú síðast á Akureyri.