Breiðholt Ari Gunnarsson þjálfar kvennalið ÍR næstu tvö ár.
Breiðholt Ari Gunnarsson þjálfar kvennalið ÍR næstu tvö ár. — Morgunblaðið/Hari
Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í körfuknattleik til næstu tveggja ára. Hann kemur í stað Kristjönu Eirar Jónsdóttur sem stýrði ÍR upp í úrvalsdeildina í vetur en var síðan ráðin þjálfari Fjölnis.
Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í körfuknattleik til næstu tveggja ára. Hann kemur í stað Kristjönu Eirar Jónsdóttur sem stýrði ÍR upp í úrvalsdeildina í vetur en var síðan ráðin þjálfari Fjölnis. Ari hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur áður stýrt fimm liðum í úrvalsdeild kvenna, Hamri, KR, Skallagrími, Val og Haukum. ÍR vann Ármann í úrslitaeinvígi 1. deildar í vor, eftir að hafa endað í öðru sæti deildarinnar og leikur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í átján ár.