Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back
Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back
Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back hefur verið skipuð sóknarprestur Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi. Frá þessu er greint á vef þjóðkirkjunnar. Tekur Heiðrún við af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni.

Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back hefur verið skipuð sóknarprestur Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi. Frá þessu er greint á vef þjóðkirkjunnar. Tekur Heiðrún við af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni.

Hún er fædd árið 1982, alin upp í Borgarnesi fram á unglingsár. Heiðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún er með BA-próf í guðfræði frá HÍ og lauk þar mag.theol-prófi í febrúar sl. Hún hefur lengi starfað með flóttafólki og innflytjendum, bæði í Sjanghæ og Kaupmannahöfn. Um þessar mundir sinnir Heiðrún starfi verkefnastýru um móttöku flóttafólks frá Úkraínu á Bifröst.