Komist Íslands- og bikarmeistarar Víkings í knattspyrnu í gegnum forkeppni Meistaradeildar karla dagana 21. og 24. júní gætu þeir mætt meisturum Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Wales eða Litháen í fyrstu umferð undankeppninnar.

Komist Íslands- og bikarmeistarar Víkings í knattspyrnu í gegnum forkeppni Meistaradeildar karla dagana 21. og 24. júní gætu þeir mætt meisturum Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Wales eða Litháen í fyrstu umferð undankeppninnar. Dregið verður til hennar í dag.

Þau lið sem koma til greina eru Malmö frá Svíþjóð, Bodö/Glimt frá Noregi, HJK frá Finnlandi, TNS frá Wales og Zalgiris frá Litháen.

Komist Víkingar ekki áfram úr forkeppninni fara þeir í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik og KR leika í 1. umferð Sambandsdeildar en dregið verður til hennar í dag.

Breiðablik er í efri styrkleikaflokki og getur mætt Víkingi frá Færeyjum, Tre Fiori frá San Marínó, Sligo Rovers frá Írlandi, Cliftonville frá N-Írlandi eða Santa Coloma frá Andorra. KR er í neðri flokki og getur mætt Flora frá Eistlandi, Pogon frá Póllandi, Crusaders frá N-Írlandi, HB frá Færeyjum eða Riga frá Lettlandi.