Tekið var í gær á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar, sem er á Kjalarnesi. Eru þeir fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti. Von er á fleiri dýrum á komandi vikum.

Tekið var í gær á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar, sem er á Kjalarnesi. Eru þeir fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti. Von er á fleiri dýrum á komandi vikum.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Getur þessi einangrunarstöð tekið á móti alls fjórum köttum og 22 hundum.