Sigöldustöð Bæta þarf við húsi yfir fjórðu vélasamstæðuna og inntaksmannvirki og frárennsli í samræmi við viðbótina. Framleiðslan eykst lítið.
Sigöldustöð Bæta þarf við húsi yfir fjórðu vélasamstæðuna og inntaksmannvirki og frárennsli í samræmi við viðbótina. Framleiðslan eykst lítið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landsvirkjun hefur hafið umhverfismatsferli fyrir stækkun Sigöldustöðvar um 65 metavött þannig að hún verði 215 MW í uppsettu afli. Það verður gert með því að bæta við fjórðu vélinni. Lögð hefur verið fram matsáætlun vegna verkefnisins.

Landsvirkjun hefur hafið umhverfismatsferli fyrir stækkun Sigöldustöðvar um 65 metavött þannig að hún verði 215 MW í uppsettu afli. Það verður gert með því að bæta við fjórðu vélinni. Lögð hefur verið fram matsáætlun vegna verkefnisins.

Landsvirkjun hefur kynnt áform um að auka afl þriggja aflstöðva sinna á Þjórsár-Tungnaársvæðinu, það er Sigöldustöðvar, Hrauneyjafossstöðvar og Vatnsfellsstöðvar. Það verður gert án þess að framleiðsla aukist að ráði. Tilgangurinn er að auka sveigjanleika fyrirtækisins til að mæta breytilegri eftirspurn. Kerfið hefur varla náð að anna eftirspurn á álagstoppum og áhyggjur eru um að svo verði næstu árin.

Gert er ráð fyrir því í frumvarpi umhverfisráðherra sem er til umfjöllunar á Alþingi að stækkanir virkjana á þegar röskuðu svæði þurfi ekki að fara til mats í rammaáætlun.

Byggja þarf hús yfir fjórðu vélasamstæðuna í Sigölduvirkjun. Virkjunin var hönnuð miðað við fjórar vélar og því þarf minni framkvæmdir við inntak og frárennsli en ef byggð væri ný aflstöð. helgi@mbl.is