Áslaug Thelma Einarsdóttir
Áslaug Thelma Einarsdóttir
Orka náttúrunnar, ON, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hyggst ekki áfrýja niðurstöðu Landsréttar sem sl. fimmtudag sneri við héraðsdómi í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttir gegn ON vegna uppsagnar hennar í starfi árið 2018.

Orka náttúrunnar, ON, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hyggst ekki áfrýja niðurstöðu Landsréttar sem sl. fimmtudag sneri við héraðsdómi í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttir gegn ON vegna uppsagnar hennar í starfi árið 2018. Landsréttur féllst á að uppsögnin hafi verið ólögmæt og ber ON að greiða Áslaugu skaða- og misabætur, auk málskostnaðar upp á 3 milljónir króna fyrir héraði og Landsrétti.

Telur rétturinn að með uppsögninni hafi ON vegið að æru Áslaugar og persónu hennar með „síðbúnum skýringum sínum um að uppsögnin hafi byggst á ófullnægjandi frammistöðu hennar í starfi,“ eins og segir í dómnum. Metur Landsréttur þessa háttsemi ON til „stórfellds gáleysis“ í skilningi 26. gr. skaðabótalaga.