Reykjavík Lúðrasveitir léku undir með glæsibrag af svölum Alþingis á morgunathöfninni við Austurvöll þar sem flutt voru áhrifarík ávörp.
Reykjavík Lúðrasveitir léku undir með glæsibrag af svölum Alþingis á morgunathöfninni við Austurvöll þar sem flutt voru áhrifarík ávörp. — Morgunblaðið/Óttar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur um allt land. Í gær voru liðin 78 ár frá stofnun íslenska lýðveldisins.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur um allt land. Í gær voru liðin 78 ár frá stofnun íslenska lýðveldisins. Nú eru engar takmarkanir í gildi og því í fyrsta skipti í tvö ár sem hátíðarhöldurum voru engar hömlur settar og bar dagskráin þess merki. Ýmsar skemmtanir og glæsilegar sýningar stóðu til boða. Á sunnanverðu landinu náði sólin að skína í gegn og baða skrúðgöngur og þjóðbúninga geislum sínum. Vætusamara var á norðanverðu landinu en íbúar þar létu það þó ekki stöðva sig í að halda upp á þennan merkisdag.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur um allt land. Í gær voru liðin 78 ár

frá stofnun íslenska lýðveldisins. Nú eru engar takmarkanir í gildi og því í fyrsta skipti í

tvö ár sem hátíðarhöldurum voru engar hömlur settar og bar dagskráin þess merki. Ýmsar skemmtanir og glæsilegar sýningar stóðu til boða. Á sunnanverðu landinu náði sólin að skína í gegn og baða skrúðgöngur og þjóðbúninga geislum sínum. Vætusamara var á norðanverðu

landinu en íbúar þar létu það þó ekki stöðva sig í að halda upp á þennan merkisdag.