Verktakafyrirtækið Ingileifur Jónsson ehf. tók nýlega við nýrri 75 tonna jarðýtu af gerðinni Liebherr PR776. Ýtan er komin í notkun í efnisnámu í Ingólfsfjalli.
Liebherr er þekkt vörumerki í byggingarkrönum og bílkrönum. Þeir eru einnig umsvifamiklir í smíði tækja til námavinnslu, þar á meðal jarðýta. Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri hjá Rúko ehf. umboðsaðila Liebherr, sagði að þó nokkuð sé til af jarðýtum frá Liebherr hér á landi en þessi er stærst.
„Ýtublaðið getur ýtt 22 m